Sjö íþróttamenn fengu Ólympíustyrk Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. september 2010 13:39 Mynd/ÍSÍ Í dag voru sjö íþróttamönnum veittir styrkir vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Lundúnum eftir tvö ár. Heildarverðmæti styrkjanna nemur um 23 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands má lesa hér fyrir neðan: „Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Um er að ræða styrki vegna sjö íþróttamanna frá sex sérsamböndum. Þeir eru: Ásdís Hjálmsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Ásgeir Sigurgeirsson - Skotíþróttasamband Íslands Helga Margrét Þorsteinsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Jakob Jóhann Sveinsson - Sundsamband Íslands Ragna Ingólfsdóttir - Badmintonsamband Íslands Þorbjörg Ágústsdóttir - Skylmingasamband Íslands Þormóður Árni Jónsson - Júdósamband Íslands Heildarverðmæti samninga nemur um 23 m.kr. (miðað við gengi dagsins í dag) og skiptist í tvo þætti. a) Mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð 1.000 USD vegna kostnaðar við æfingar og keppnir viðkomandi íþróttamanns. b) 5.000 USD styrk vegna keppnisferða hvers íþróttamanns. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust tillögur vegna 15 íþróttamanna. Allir þessir íþróttamenn hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum vegna Ólympíuleikanna í London 2012 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni náðist að tryggja styrki vegna sjö íþróttamanna, en fimm íþróttamenn voru á sambærilegum styrk vegna leikanna í Peking 2008. Styrktímabil hófst þann 1. september s.l. og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Heildarkostnaðaráætlun styrkþega fram að leikum er margföld þeirri upphæð sem styrkir Ólympíusamhjálparinnar og ÍSÍ nema, en lauslega áætlað má reikna með að árlegur kostnaður á íþróttamann sé allt að 7 m.kr. eða um 50 m.kr. árlega vegna þessara íþróttamanna. Í samanburði við þær tölur má nefna að framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2010 nam 25,5 m.kr. og er þeim fjármunum ráðstafað til 18 sérsambanda eða 28 einstaklinga og 15 verkefna/liða. Árleg ráðstöfnun sjóðsins nemur í heildina um 50 m.kr. Það er því ljóst að framlög til afreksíþrótta standa engan vegin undir þeim kostnaði sem fylgir því að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsmælikvarða. Íslenskt afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Þegar vel gengur styðja Íslendingar vel við sína fremstu íþróttamenn en þegar á móti blæs er stutt í gagnrýnisraddir. Á erlendri grundu er íslenskt íþróttafólk sendiherrar lands síns og eru með í að kynna landið fyrir öðrum þjóðum. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Friðrik Einarsson formaður afrekssviðs ÍSÍ , Örn Andrésson formaður Afrekssjóð ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ kynntu úthlutun ÍSÍ að viðstöddum forsvarsmönnum viðkomandi sérsambanda ÍSÍ." Innlendar Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Í dag voru sjö íþróttamönnum veittir styrkir vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana sem fara fram í Lundúnum eftir tvö ár. Heildarverðmæti styrkjanna nemur um 23 milljónum króna miðað við núverandi gengi. Tilkynningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands má lesa hér fyrir neðan: „Í dag var gengið frá samningum Ólympíusamhjálparinnar við sérsambönd ÍSÍ og íþróttamanna þeirra vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012. Um er að ræða styrki vegna sjö íþróttamanna frá sex sérsamböndum. Þeir eru: Ásdís Hjálmsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Ásgeir Sigurgeirsson - Skotíþróttasamband Íslands Helga Margrét Þorsteinsdóttir - Frjálsíþróttasamband Íslands Jakob Jóhann Sveinsson - Sundsamband Íslands Ragna Ingólfsdóttir - Badmintonsamband Íslands Þorbjörg Ágústsdóttir - Skylmingasamband Íslands Þormóður Árni Jónsson - Júdósamband Íslands Heildarverðmæti samninga nemur um 23 m.kr. (miðað við gengi dagsins í dag) og skiptist í tvo þætti. a) Mánaðarlegan styrk fyrir hvern styrkþega að upphæð 1.000 USD vegna kostnaðar við æfingar og keppnir viðkomandi íþróttamanns. b) 5.000 USD styrk vegna keppnisferða hvers íþróttamanns. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands kallaði eftir tillögum frá sérsamböndum ÍSÍ og bárust tillögur vegna 15 íþróttamanna. Allir þessir íþróttamenn hafa það á stefnu sinni að ná lágmörkum vegna Ólympíuleikanna í London 2012 og hafa hafið stífan og kostnaðarfrekan undirbúning vegna þessa. Að þessu sinni náðist að tryggja styrki vegna sjö íþróttamanna, en fimm íþróttamenn voru á sambærilegum styrk vegna leikanna í Peking 2008. Styrktímabil hófst þann 1. september s.l. og stendur fram að leikum, nái styrkþegi að tryggja sér þátttökurétt. Heildarkostnaðaráætlun styrkþega fram að leikum er margföld þeirri upphæð sem styrkir Ólympíusamhjálparinnar og ÍSÍ nema, en lauslega áætlað má reikna með að árlegur kostnaður á íþróttamann sé allt að 7 m.kr. eða um 50 m.kr. árlega vegna þessara íþróttamanna. Í samanburði við þær tölur má nefna að framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2010 nam 25,5 m.kr. og er þeim fjármunum ráðstafað til 18 sérsambanda eða 28 einstaklinga og 15 verkefna/liða. Árleg ráðstöfnun sjóðsins nemur í heildina um 50 m.kr. Það er því ljóst að framlög til afreksíþrótta standa engan vegin undir þeim kostnaði sem fylgir því að eiga íþróttafólk í fremstu röð á heimsmælikvarða. Íslenskt afreksíþróttafólk eru mikilvægar fyrirmyndir fyrir íslenska æsku og þjóðfélagið í heild sinni. Þegar vel gengur styðja Íslendingar vel við sína fremstu íþróttamenn en þegar á móti blæs er stutt í gagnrýnisraddir. Á erlendri grundu er íslenskt íþróttafólk sendiherrar lands síns og eru með í að kynna landið fyrir öðrum þjóðum. Til framtíðar er mikilvægt að hlúa enn betur að þessu fólki með því að gefa því tækifæri á að taka þátt í verðugum verkefnum og styðja við bakið á því með fræðslu og faglegri þekkingu sem og auknu fjármagni. Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ, Friðrik Einarsson formaður afrekssviðs ÍSÍ , Örn Andrésson formaður Afrekssjóð ÍSÍ og Andri Stefánsson sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ kynntu úthlutun ÍSÍ að viðstöddum forsvarsmönnum viðkomandi sérsambanda ÍSÍ."
Innlendar Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn