Enski boltinn

Þeir fjórir bestu á tímabilinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rooney mun nær örugglega vinna.
Rooney mun nær örugglega vinna.

Búið er að opinbera hvaða fjórir leikmenn eru tilnefndir sem leikmaður ársins á tímabilinu á Englandi, valið af leikmönnum sjálfum.

Talið er víst að Wayne Rooney fái verðlaunin en það yrði þá í fjórða sinn í röð sem þau fara til leikmanns hjá Manchester United. Ryan Giggs vann verðlaunin í fyrra og Cristiano Ronaldo árin tvö þar á undan.

Rooney er einnig tilnefndur sem besti ungi leikmaðurinn. Cesc Fabregas hjá Arsenal er einnig tilnefndur í báðum flokkum.

Tilnefndir sem besti leikmaðurinn:

Carlos Tevez - Man City

Cesc Fabregas - Arsenal

Didier Drogba - Chelsea

Wayne Rooney - Man Utd

Tilnefndir sem besti ungi leikmaðurinn:

Cesc Fabregas - Arsenal

James Milner - Aston Villa

Joe Hart - Birmingham

Wayne Rooney - Man Utd






Fleiri fréttir

Sjá meira


×