Enski boltinn

Lampard á leið í aðgerð vegna kviðslits

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Chelsea staðfesti í dag að Frank Lampard þurfi að gangast undir aðgerð vegna kviðslits og hann mun þvi missa af leikjum Englands í undankeppni EM. Peter Crouch og Bobby Zamora eru einnig tæpir.

John Terry mun heldur ekki geta spilað vegna meiðsla þannig að Capello landsliðsþjálfari hlýtur að vera kominn með smá hausverk.

Lampard fór af velli í leiknum gegn Stoke í dag og mun fara í aðgerðina um miðja næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×