Enski boltinn

Florent Malouda: Hvíldin hjálpaði Chelsea á Old Trafford

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Florent Malouda.
Florent Malouda. Mynd/AP
Florent Malouda átti flottan leik í gær þegar Chelsea endurheimti toppsætið með 2-1 sigri á Manchester United á Old Trafford. Malouda lagði meðal annars upp fyrsta mark leiksins eftir glæsilegan sprett í gegnum United-vörnina.

„Við vissum að við værum með ferskari fætur en leikmenn United af því við vorum ekki að spila í vikunni," sagði Florent Malouda.

„Við byrjum þess vegna leikinn á miklu tempói. Við vissum að ef við héldum uppi miklu hraða í leiknum þá myndu þeir lenda í vandræðum og það kom líka í ljós," sagði Malouda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×