Innlent

Gríðarleg fjölgun á opinberum starfsmönnum í kreppu

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Opinberum starfsmönnum hefur fjölgað um þrjú þúsund og fimm hundruð frá hruni meðan um tuttugu þúsund störf hafa tapast á einkamarkaði segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann telur stjórnvöld ekki sníða sér stakk eftir vexti. Atvinnuleysi verði ekki leyst með því að ráða fleiri til hins opinbera.

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að þróunin á vinnumarkaði frá hruni hafi verið ólík hjá hinu opinbera og í einkageiranum.

„Það hafa tapast um 20 þúsund störf á einkamarkaði en opinberum starfsmönnum fjölgað um 3 þúsund á sama tíma," segir Orri um stöðu mála.

Orri segir að opinberir starfsmenn hafi verið um 51,300 talsins fyrir tveimur árum en séu nú um 55.000. Þessar tölur séu byggðar á vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar.

Til að snúa þessari þróun við verði að losa um hömlur þannig að hægt sé að skapa atvinnu á hinum almenna markaði.

„Það verður að sníða sér stakk eftir vexti. Aðalatriðið er að búa til nýja atvinnu ekki að ráða sem flesta til hins opinbera," segir Orri sem bætir við að margar framkvæmdir sem hafa verið í pípunum hafa ekki komist á laggirnar. Bendir í því samhengi á álver í Helguvík og gagnaver.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.