Fótbolti

Henry ekki refsað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hendin fræga.
Hendin fræga.

Aganefnd alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, ákvað á fundi sínum í dag að refsa ekki Thierry Henry fyrir óheiðarlegan leik gegn Írum.

Henry lagði boltann, eins og frægt er, fyrir sig með hendinni í tvígang áður en hann lagði upp sigurmark leiksins og tryggði Frökkum um leið sæti á HM.

Lögfræðingar Henry héldu uppi þeim vörnum að samkvæmt lagabókstaf FIFA væri enginn grundvöllur fyrir refsingu.

Það reyndist rétt túlkun og aganefndin vísaði málinu frá á þeim grundvelli að engar lagalegar forsendur væri fyrir refsingu.

Aðeins er hægt að refsa mönnum sem verja boltann viljandi með hendinni svo ekki verði skorað mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×