Enski boltinn

Myndi engu breyta þó ég væri eins og Superman á æfingum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Markvörðurinn Shay Given vill komast frá Man. City og vonast til þess að verða lánaður til annars félags því hann segir engar líkur vera á því að hann fái að spila í vetur.

Given var aðalmarkvörður félagsins í fyrra og þá var Joe Hart lánaður til Birmingham. Hart stóð sig frábærlega þar, kom til baka og tók markvarðarstöðuna af Given.

"Þetta er mjög erfið staða því ég veit að það skiptir ekki máli hvernig ég stend mig á æfingum. Ég fæ samt ekki að spila. Ég gæti flogið um í markinu eins og Superman en samt ekki komist i liðið. Það brýtur mann niður," sagði Given.

City hefur hingað til ekki viljað sleppa honum þar sem félagið vill eiga alvöru varamarkvörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×