Enski boltinn

Man. City lagði Wigan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez skorar hér í dag.
Tevez skorar hér í dag.

Man. City vann góðan útisigur á Wigan, 0-2, í dag. City var nokkuð lengi í gang en kláraði síðan leikinn sannfærandi.

Carlos Tevez kom City yfir skömmu fyrir hlé og Yaya Toure bætti öðru marki við á 70. mínútu og þar við sat.

City er í fimmta sæti deildarinnar eftir sigurinn en Wigan í því átjánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×