Enski boltinn

Berbatov kláraði Liverpool á Old Trafford

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Berbatov fagnar hér einu þriggja marka sinna í dag.
Berbatov fagnar hér einu þriggja marka sinna í dag.

Dimitar Berbatov var hetjan á Old Trafford í dag er Manchester United sigraði Liverpool, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni en Berbatov skoraði þrennu í leiknum.

Berbatov skoraði fyrsta mark leiksins rétt fyrir leikhlé en hann skallaði þá boltann laglega í netið eftir hornspyrnu Ryan Giggs. Hann bætti við öðru marki snemma í síðari hálfleik en það var af dýrari gerðinni. Nani sendi boltann fyrir á Berbatov sem þakkaði fyrir sig með hjólhestaspyrnu í slána og inn.

Steven Gerrard minnkaði muninn fyrir Liverpool skömmu síðar með marki úr vítaspyrnu eftir að Johnny Evans hafði brotið klaufalega á Fernando Torres og leikurinn opnaðist á nýjan leik.

Gerrard var ekki tilbúinn að gefast upp og jafnaði leikinn með fallegri aukaspyrnu þegar að tuttugu mínútur voru eftir.

Dimitar Berbatov fullkomnaði svo þrennuna og tryggði United sigurinn með glæsilegu skallamarki á 84.mínútu leiksins.

Eftir leikinn situr United í þriðja sæti með ellefu stig en Liverpool töluvert neðar í því sextánda með aðeins fimm stig eftir fimm leiki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×