Enski boltinn

Ancelotti getur ekki hætt að hrósa Essien

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Essien er í uppáhaldi hjá Ancelotti.
Essien er í uppáhaldi hjá Ancelotti.
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, sparar ekki stóru orðin og hrósar Michael Essien í hástert. Hann segir að þessi 27 ára gamli miðjumaður geti orðið lykillinn að því að Chelsea sigri alla titlana sem í boði eru.

Chelsea liðið lítur frábærlega út í upphafi tímabils en liðið hefur sigrað fjóra leiki í röð og skorað sextán mörk.

„Essien hefur sparað félaginu mikinn pening og er búinn að vera frábær. Fólk talar um fótboltann okkar og mörkin en þú þarft líka kraftinn. Hann hefur verið okkar kraftur," sagði Ancelotti um leikmanninn en hann bjóst ekki við Essien svona sterkum strax.

„Hann er búinn að vera frá í ár og ég bjóst ekki við því að hann kæmi svona fljótt til baka. Hann hefur verið allt í öllu og gert miklu meira en við bjuggumst við af honum," bætti Ancelotti við.

„Það er mitt hlutverk að passa upp á hann og gefa honum frí í einhverjum leikjum til að hann haldist heill. Hann hefur gefið okkur mikið, gjörsamlega frábær," sagði Ancelotti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×