Enski boltinn

Allardyce: Wenger er ekki betri þjálfari en ég

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, er maður með sjálfstraustið í lagi. Hann segist meðal annars alls ekki vera síðri knattspyrnustjóri en Arsene Wenger hjá Arsenal.

"Þetta snýst um hvernig litið er á okkur. Fólk sér Arsene sem fágaðan Frakka á meðan ég er grófur Englendingur. Stendur Arsene mér samt framar þegar kemur að þjálfun? Ekki að ræða það," sagði Allardyce kokhraustur en Wenger hefur einmitt gagnrýnt þjálfunarstíl Stóra Sam í gegnum tíðina.

Allardyce segist leggja mikið á sig og noti vísindi í þjálfun sinni ásamt því sem hann spái í íþróttasálfræði daglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×