Enski boltinn

McDermott: Gylfi elskar pressuna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gylfi fagnar markinu mikilvæga.
Gylfi fagnar markinu mikilvæga.

Brian McDermott, knattspyrnustjóri Reading, segir að Gylfi Þór Sigurðsson hafi verið svalur eins og ís þegar hann tók vítaspyrnuna gegn Leicester í gær.

Gylfi skoraði sigurmarkið undir blálok en þetta var hans fjórtánda mark á tímabilinu. „Ég þorði varla að horfa á spyrnuna svo ég get rétt ímyndað mér hvernig honum leið að stíga á punktinn og taka hana... hann elskar pressuna," sagði McDermott.

Þetta var ekki í fyrsta sinn í vetur sem Gylfi skorar mikilvægt mark fyrir Reading úr víti í lokin. „Hann gerði það á Anfield, hann gerði það gegn Plymouth og svo aftur í þessum leik. Hann er frábært vítaskytta og frábær karakter," sagði McDermott.

Reading er sem stendur í ellefta sæti ensku 1. deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×