Innlent

Íslenska ríkið ekki skaðabótaskylt vegna sprengjuárasar í Afganistan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Afganistan.
Frá Afganistan.
Íslenska ríkið er ekki skaðabótaskylt gagnvart Friðriki Má Jónssyni, fyrrverandi flugumferðastjóra í Kabúl í Afganistan, vegna sprengjuárásar sem hann varð fyrir þegar að hann var þar við friðargæslustörf.

Þetta er niðurstaða Hæstaréttar Íslands sem staðfestir þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 11. maí í fyrra. Friðrik Már varð fyrir sprengjuárásinni í Kjúklingastræti árið 2004 og skaddaðist á heyrn. Að auki var hann greindur með áfallastreituröskun.

Friðrik stefndi ríkinu á þeim forsendum að það hefði ekki verið staðið nægilega vel að vörnum og aðbúnaði þegar hann var í verslunarferð að kaupa minjagripi til minningar um ferðina til Kabúl. Friðrik hélt því fram að honum hafi ekki verið fullkunnugt um aðstæður þegar hann fór þangað, né hafi hann hlotið nægilega mikla þjálfun í meðferð skotvopna.

Hvorki Hæstiréttur né Héraðsdómur Reykjavíkur féllust á þennan málatilbúnað Friðrik Más.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×