Enski boltinn

Mascherano áfram á Anfield

Elvar Geir Magnússon skrifar
Javier Mascherano ætlar að framlengja hjá Liverpool þrátt fyrir áhuga Börsunga.
Javier Mascherano ætlar að framlengja hjá Liverpool þrátt fyrir áhuga Börsunga.

Argentínski miðjumaðurinn Javier Mascherano ætlar að vera áfram hjá Liverpool og reiknar með að skrifa undir nýjan samning á komandi vikum. Mascherano var orðaður við spænska stórliðið Barcelona síðasta sumar.

„Ég vil ekki skipta mér af samningaviðræðum og læt umboðsmann minn um það. Liverpool veit þó að minn vilji er að vera hér áfram," segir Mascherano.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×