Enski boltinn

Redknapp tekur hjartatöflur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp.

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur viðurkennt að hann þurfi að taka hjartatöflur enda tekur pressan í ensku úrvalsdeildinni sinn toll.

Redknapp er 63 ára og segist hafa byrjað að taka töflurnar fyrir ári. Hann segist þó ekki vera að glíma við neinn heilsubrest. „Ég þurfti að taka hjartatöflur fyrir ári síðan og ég er enn að taka þær reglulega," skrifar Redknapp í pistli í The Sun.

„Ég verð þó að viðurkenna að Sandra eiginkona mín þarf að minna mig á það því ég hugsa svo mikið um fótboltann að ég get gleymt öllu öðru. Ég er í fínu standi og hef engar áhyggjur af heilsu minni en stressið er mikið í þessum bransa."

„Eftir leiki geti ég ekki sofið því það er of mikið sem fer í gegnum hausinn á mér. Ég fer yfir leikaðferðir og hugsa um hvaða leikmenn stóðu sig vel og hverjir ekki. Það er enn verra ef liðið þitt tapar," segir Redknapp í pistlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×