Umfjöllun: Keflvíkingar unnu í óþarflega spennandi leik Jón Júlíus Karlsson skrifar 31. maí 2010 18:30 Mynd/Valli Keflavík höfðu betur gegn Selfossi í óþarflega spennandi leik á Njarðtaksvellinum í Reykjanesbæ í kvöld, 2-1. Sigur heimamanna hefði í raun átt að vera mun stærri en sóknarmönnum Keflvíkinga tókst illa upp við að koma boltann framhjá Jóhanni Ólafi Sigurðssyni í marki Selfossar sem átti fínan leik. Leikurinn byrjaði afar hægt og jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Sævar Þór Gíslason skoraði hins vegar mark upp úr þurru á 20. mínútu eftir vægast sagt slæm mistök Árna Freys Ásgeirssonar í marki Keflavíkur. Löng sending kom inn fyrir vörn Keflavíkur sem Árni Freyr virtist vera búinn að grípa. Hann missti hins vegar boltann aftur fyrir sig þar sem Sævar Þór Gíslason var réttur maður á réttum stað og afgreidd boltann auðveldlega í autt markið. Skelfileg mistök hjá Árna í markinu sem er að leika sinn fyrsta byrjunarliðsleik í fjarveru Ómars Jóhannssonar sem er meiddur. Keflvíkingar sóttu í sig veðrið við mótlætið og tólf mínútum síðar var Paul McShane búinn að jafna leikinn með laglegu skoti í vítateig. Hann fékk góða fyrirgjöf frá Alen Sutej og setti boltann framhjá Jóhanni Ólafi í hægra hornið. Staðan þar með jöfn og Keflvíkingar tóku öll völd á vellinum. Þrátt fyrir að fá mörg fín færi var staðan jöfn í hálfleik og varði Jóhann Ólafur oft vel í marki Selfyssinga. Í síðari hálfleik héldu Keflvíkingar uppteknum hætti og komu sér oft í góð færi. Seinna mark Keflavíkur lá í loftinu og á 56. mínútu kom Hörður Sveinsson Keflvíkingum yfir. Magnús Sverrir Þorsteinsson átti frábært skot í slá Selfyssinga sem hrökk aftur út í teiginn og Hörður Sveinsson var þar einn á auðum sjó og átti ekki í vandræðum með að skora af stuttu færi. Þrátt fyrir að liggja í sókn næstu mínúturnar náðu Keflvíkingar ekki að láta kné fylgja kviði og Selfyssingar náðu að komast betur inn í leikinn á lokamínútunum. Guðmundur Þórarinsson fékk góð færi úr aukaspyrnum undir lokin en Selfyssingar náðu ekki að stela stig úr leiknum. Sigur Keflvíkinga var fyllilega sanngjarn og í raun ótrúlegt að hann skyldi ekki hafa orðið stærri. Þeir eru með þétt og gott lið en markvarðarstaðan er stórt spurningarmerki. Fátt var um fína drætti í liði Selfyssinga sem mættu ofjörlum sínum í kvöld. Þeir gerðu hins vegar vel í að tapa leiknum ekki með stærri mun.Keflavík – Selfoss 2-1 0-1 Sævar Þór Gíslason (20.) 1-1 Paul McShane (32.) 2-1 Hörður Sveinsson (55.) Áhorfendur: 1463Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7Skot (á mark): 17-8 (8-2)Varin skot: Árni 1 – Jóhann 5Hornspyrnur: 4-3Aukaspyrnur fengnar: 10-8Rangstöður: 4-1Keflavík (4-4-2): Árni Freyr Ásgeirsson 5 Guðjón Á. Antoníusson 5 Haraldur F. Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alan Sutej 6 Paul McShane 7 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (86. Magnús Þórir Matthíasson -)Hólmar Örn Rúnarsson 7 - maður leiksins Magnús S. Þorsteinsson 6 (86. Brynjar Guðmundsson -) Hörður Sveinsson 6 Guðmundur Steinarsson 6Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Agnar Bragi Magnússon 5 Andri Freyr Björnsson 4 Guðmundur Þórarinsson 6 Jón Guðbrandsson 5 (63. Ingi Rafn Ingibergsson 5) Ingólfur Þórarinsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Arilíus Marteinsson 4 (63. Einar Ottó Antonsson 5) Sævar Þór Gíslason 6 (82. Davíð Birgisson -)Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Selfoss. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur: Stigum af bensíngjöfinni og urðum hræddir „Keflvíkingar voru svo sannarlega betri en við í dag og við þurfum að leika mun betur til þess að fá stig gegn stærri liðunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga eftir tap liðsins á útvelli gegn Keflavík í kvöld, 2-1. 31. maí 2010 22:56 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Keflavík höfðu betur gegn Selfossi í óþarflega spennandi leik á Njarðtaksvellinum í Reykjanesbæ í kvöld, 2-1. Sigur heimamanna hefði í raun átt að vera mun stærri en sóknarmönnum Keflvíkinga tókst illa upp við að koma boltann framhjá Jóhanni Ólafi Sigurðssyni í marki Selfossar sem átti fínan leik. Leikurinn byrjaði afar hægt og jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Sævar Þór Gíslason skoraði hins vegar mark upp úr þurru á 20. mínútu eftir vægast sagt slæm mistök Árna Freys Ásgeirssonar í marki Keflavíkur. Löng sending kom inn fyrir vörn Keflavíkur sem Árni Freyr virtist vera búinn að grípa. Hann missti hins vegar boltann aftur fyrir sig þar sem Sævar Þór Gíslason var réttur maður á réttum stað og afgreidd boltann auðveldlega í autt markið. Skelfileg mistök hjá Árna í markinu sem er að leika sinn fyrsta byrjunarliðsleik í fjarveru Ómars Jóhannssonar sem er meiddur. Keflvíkingar sóttu í sig veðrið við mótlætið og tólf mínútum síðar var Paul McShane búinn að jafna leikinn með laglegu skoti í vítateig. Hann fékk góða fyrirgjöf frá Alen Sutej og setti boltann framhjá Jóhanni Ólafi í hægra hornið. Staðan þar með jöfn og Keflvíkingar tóku öll völd á vellinum. Þrátt fyrir að fá mörg fín færi var staðan jöfn í hálfleik og varði Jóhann Ólafur oft vel í marki Selfyssinga. Í síðari hálfleik héldu Keflvíkingar uppteknum hætti og komu sér oft í góð færi. Seinna mark Keflavíkur lá í loftinu og á 56. mínútu kom Hörður Sveinsson Keflvíkingum yfir. Magnús Sverrir Þorsteinsson átti frábært skot í slá Selfyssinga sem hrökk aftur út í teiginn og Hörður Sveinsson var þar einn á auðum sjó og átti ekki í vandræðum með að skora af stuttu færi. Þrátt fyrir að liggja í sókn næstu mínúturnar náðu Keflvíkingar ekki að láta kné fylgja kviði og Selfyssingar náðu að komast betur inn í leikinn á lokamínútunum. Guðmundur Þórarinsson fékk góð færi úr aukaspyrnum undir lokin en Selfyssingar náðu ekki að stela stig úr leiknum. Sigur Keflvíkinga var fyllilega sanngjarn og í raun ótrúlegt að hann skyldi ekki hafa orðið stærri. Þeir eru með þétt og gott lið en markvarðarstaðan er stórt spurningarmerki. Fátt var um fína drætti í liði Selfyssinga sem mættu ofjörlum sínum í kvöld. Þeir gerðu hins vegar vel í að tapa leiknum ekki með stærri mun.Keflavík – Selfoss 2-1 0-1 Sævar Þór Gíslason (20.) 1-1 Paul McShane (32.) 2-1 Hörður Sveinsson (55.) Áhorfendur: 1463Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7Skot (á mark): 17-8 (8-2)Varin skot: Árni 1 – Jóhann 5Hornspyrnur: 4-3Aukaspyrnur fengnar: 10-8Rangstöður: 4-1Keflavík (4-4-2): Árni Freyr Ásgeirsson 5 Guðjón Á. Antoníusson 5 Haraldur F. Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alan Sutej 6 Paul McShane 7 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (86. Magnús Þórir Matthíasson -)Hólmar Örn Rúnarsson 7 - maður leiksins Magnús S. Þorsteinsson 6 (86. Brynjar Guðmundsson -) Hörður Sveinsson 6 Guðmundur Steinarsson 6Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Agnar Bragi Magnússon 5 Andri Freyr Björnsson 4 Guðmundur Þórarinsson 6 Jón Guðbrandsson 5 (63. Ingi Rafn Ingibergsson 5) Ingólfur Þórarinsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Arilíus Marteinsson 4 (63. Einar Ottó Antonsson 5) Sævar Þór Gíslason 6 (82. Davíð Birgisson -)Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur: Stigum af bensíngjöfinni og urðum hræddir „Keflvíkingar voru svo sannarlega betri en við í dag og við þurfum að leika mun betur til þess að fá stig gegn stærri liðunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga eftir tap liðsins á útvelli gegn Keflavík í kvöld, 2-1. 31. maí 2010 22:56 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport „Ég elska peninga“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Guðmundur: Stigum af bensíngjöfinni og urðum hræddir „Keflvíkingar voru svo sannarlega betri en við í dag og við þurfum að leika mun betur til þess að fá stig gegn stærri liðunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga eftir tap liðsins á útvelli gegn Keflavík í kvöld, 2-1. 31. maí 2010 22:56