Umfjöllun: Keflvíkingar unnu í óþarflega spennandi leik Jón Júlíus Karlsson skrifar 31. maí 2010 18:30 Mynd/Valli Keflavík höfðu betur gegn Selfossi í óþarflega spennandi leik á Njarðtaksvellinum í Reykjanesbæ í kvöld, 2-1. Sigur heimamanna hefði í raun átt að vera mun stærri en sóknarmönnum Keflvíkinga tókst illa upp við að koma boltann framhjá Jóhanni Ólafi Sigurðssyni í marki Selfossar sem átti fínan leik. Leikurinn byrjaði afar hægt og jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Sævar Þór Gíslason skoraði hins vegar mark upp úr þurru á 20. mínútu eftir vægast sagt slæm mistök Árna Freys Ásgeirssonar í marki Keflavíkur. Löng sending kom inn fyrir vörn Keflavíkur sem Árni Freyr virtist vera búinn að grípa. Hann missti hins vegar boltann aftur fyrir sig þar sem Sævar Þór Gíslason var réttur maður á réttum stað og afgreidd boltann auðveldlega í autt markið. Skelfileg mistök hjá Árna í markinu sem er að leika sinn fyrsta byrjunarliðsleik í fjarveru Ómars Jóhannssonar sem er meiddur. Keflvíkingar sóttu í sig veðrið við mótlætið og tólf mínútum síðar var Paul McShane búinn að jafna leikinn með laglegu skoti í vítateig. Hann fékk góða fyrirgjöf frá Alen Sutej og setti boltann framhjá Jóhanni Ólafi í hægra hornið. Staðan þar með jöfn og Keflvíkingar tóku öll völd á vellinum. Þrátt fyrir að fá mörg fín færi var staðan jöfn í hálfleik og varði Jóhann Ólafur oft vel í marki Selfyssinga. Í síðari hálfleik héldu Keflvíkingar uppteknum hætti og komu sér oft í góð færi. Seinna mark Keflavíkur lá í loftinu og á 56. mínútu kom Hörður Sveinsson Keflvíkingum yfir. Magnús Sverrir Þorsteinsson átti frábært skot í slá Selfyssinga sem hrökk aftur út í teiginn og Hörður Sveinsson var þar einn á auðum sjó og átti ekki í vandræðum með að skora af stuttu færi. Þrátt fyrir að liggja í sókn næstu mínúturnar náðu Keflvíkingar ekki að láta kné fylgja kviði og Selfyssingar náðu að komast betur inn í leikinn á lokamínútunum. Guðmundur Þórarinsson fékk góð færi úr aukaspyrnum undir lokin en Selfyssingar náðu ekki að stela stig úr leiknum. Sigur Keflvíkinga var fyllilega sanngjarn og í raun ótrúlegt að hann skyldi ekki hafa orðið stærri. Þeir eru með þétt og gott lið en markvarðarstaðan er stórt spurningarmerki. Fátt var um fína drætti í liði Selfyssinga sem mættu ofjörlum sínum í kvöld. Þeir gerðu hins vegar vel í að tapa leiknum ekki með stærri mun.Keflavík – Selfoss 2-1 0-1 Sævar Þór Gíslason (20.) 1-1 Paul McShane (32.) 2-1 Hörður Sveinsson (55.) Áhorfendur: 1463Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7Skot (á mark): 17-8 (8-2)Varin skot: Árni 1 – Jóhann 5Hornspyrnur: 4-3Aukaspyrnur fengnar: 10-8Rangstöður: 4-1Keflavík (4-4-2): Árni Freyr Ásgeirsson 5 Guðjón Á. Antoníusson 5 Haraldur F. Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alan Sutej 6 Paul McShane 7 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (86. Magnús Þórir Matthíasson -)Hólmar Örn Rúnarsson 7 - maður leiksins Magnús S. Þorsteinsson 6 (86. Brynjar Guðmundsson -) Hörður Sveinsson 6 Guðmundur Steinarsson 6Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Agnar Bragi Magnússon 5 Andri Freyr Björnsson 4 Guðmundur Þórarinsson 6 Jón Guðbrandsson 5 (63. Ingi Rafn Ingibergsson 5) Ingólfur Þórarinsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Arilíus Marteinsson 4 (63. Einar Ottó Antonsson 5) Sævar Þór Gíslason 6 (82. Davíð Birgisson -)Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Selfoss. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur: Stigum af bensíngjöfinni og urðum hræddir „Keflvíkingar voru svo sannarlega betri en við í dag og við þurfum að leika mun betur til þess að fá stig gegn stærri liðunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga eftir tap liðsins á útvelli gegn Keflavík í kvöld, 2-1. 31. maí 2010 22:56 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Keflavík höfðu betur gegn Selfossi í óþarflega spennandi leik á Njarðtaksvellinum í Reykjanesbæ í kvöld, 2-1. Sigur heimamanna hefði í raun átt að vera mun stærri en sóknarmönnum Keflvíkinga tókst illa upp við að koma boltann framhjá Jóhanni Ólafi Sigurðssyni í marki Selfossar sem átti fínan leik. Leikurinn byrjaði afar hægt og jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Sævar Þór Gíslason skoraði hins vegar mark upp úr þurru á 20. mínútu eftir vægast sagt slæm mistök Árna Freys Ásgeirssonar í marki Keflavíkur. Löng sending kom inn fyrir vörn Keflavíkur sem Árni Freyr virtist vera búinn að grípa. Hann missti hins vegar boltann aftur fyrir sig þar sem Sævar Þór Gíslason var réttur maður á réttum stað og afgreidd boltann auðveldlega í autt markið. Skelfileg mistök hjá Árna í markinu sem er að leika sinn fyrsta byrjunarliðsleik í fjarveru Ómars Jóhannssonar sem er meiddur. Keflvíkingar sóttu í sig veðrið við mótlætið og tólf mínútum síðar var Paul McShane búinn að jafna leikinn með laglegu skoti í vítateig. Hann fékk góða fyrirgjöf frá Alen Sutej og setti boltann framhjá Jóhanni Ólafi í hægra hornið. Staðan þar með jöfn og Keflvíkingar tóku öll völd á vellinum. Þrátt fyrir að fá mörg fín færi var staðan jöfn í hálfleik og varði Jóhann Ólafur oft vel í marki Selfyssinga. Í síðari hálfleik héldu Keflvíkingar uppteknum hætti og komu sér oft í góð færi. Seinna mark Keflavíkur lá í loftinu og á 56. mínútu kom Hörður Sveinsson Keflvíkingum yfir. Magnús Sverrir Þorsteinsson átti frábært skot í slá Selfyssinga sem hrökk aftur út í teiginn og Hörður Sveinsson var þar einn á auðum sjó og átti ekki í vandræðum með að skora af stuttu færi. Þrátt fyrir að liggja í sókn næstu mínúturnar náðu Keflvíkingar ekki að láta kné fylgja kviði og Selfyssingar náðu að komast betur inn í leikinn á lokamínútunum. Guðmundur Þórarinsson fékk góð færi úr aukaspyrnum undir lokin en Selfyssingar náðu ekki að stela stig úr leiknum. Sigur Keflvíkinga var fyllilega sanngjarn og í raun ótrúlegt að hann skyldi ekki hafa orðið stærri. Þeir eru með þétt og gott lið en markvarðarstaðan er stórt spurningarmerki. Fátt var um fína drætti í liði Selfyssinga sem mættu ofjörlum sínum í kvöld. Þeir gerðu hins vegar vel í að tapa leiknum ekki með stærri mun.Keflavík – Selfoss 2-1 0-1 Sævar Þór Gíslason (20.) 1-1 Paul McShane (32.) 2-1 Hörður Sveinsson (55.) Áhorfendur: 1463Dómari: Jóhannes Valgeirsson 7Skot (á mark): 17-8 (8-2)Varin skot: Árni 1 – Jóhann 5Hornspyrnur: 4-3Aukaspyrnur fengnar: 10-8Rangstöður: 4-1Keflavík (4-4-2): Árni Freyr Ásgeirsson 5 Guðjón Á. Antoníusson 5 Haraldur F. Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alan Sutej 6 Paul McShane 7 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (86. Magnús Þórir Matthíasson -)Hólmar Örn Rúnarsson 7 - maður leiksins Magnús S. Þorsteinsson 6 (86. Brynjar Guðmundsson -) Hörður Sveinsson 6 Guðmundur Steinarsson 6Selfoss (4-4-2): Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 5 Agnar Bragi Magnússon 5 Andri Freyr Björnsson 4 Guðmundur Þórarinsson 6 Jón Guðbrandsson 5 (63. Ingi Rafn Ingibergsson 5) Ingólfur Þórarinsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Arilíus Marteinsson 4 (63. Einar Ottó Antonsson 5) Sævar Þór Gíslason 6 (82. Davíð Birgisson -)Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Smelltu hér til að lesa lýsingu leiksins: Keflavík - Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur: Stigum af bensíngjöfinni og urðum hræddir „Keflvíkingar voru svo sannarlega betri en við í dag og við þurfum að leika mun betur til þess að fá stig gegn stærri liðunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga eftir tap liðsins á útvelli gegn Keflavík í kvöld, 2-1. 31. maí 2010 22:56 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Guðmundur: Stigum af bensíngjöfinni og urðum hræddir „Keflvíkingar voru svo sannarlega betri en við í dag og við þurfum að leika mun betur til þess að fá stig gegn stærri liðunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga eftir tap liðsins á útvelli gegn Keflavík í kvöld, 2-1. 31. maí 2010 22:56