Enski boltinn

Essien snéri aftur og tryggði Chelsea þrjú stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mickael Essien fagnar hér sigurmarki sínu.
Mickael Essien fagnar hér sigurmarki sínu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea vann 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og jók forskot sitt á toppnum. Marouane Chamakh skoraði bæði mörk Arsenal í sigri á Wolves en Liverpool náði bara jafnatefli á móti Wigan.

Mickael Essien kom aftur inn í lið Chelsea eftir meiðsli og skoraði eina mark leiksins eftir hálftíma leik þegar hann skallaði inn fyrirgjöf Salomon Kalou. Chelsea hafði aldrei tapað tveimur leikjum undir stjórn Carlo Ancelotti og það breyttist ekki í kvöld.

Marouane Chamakh skoraði bæði mörk Arsenal í 2-0 útisigri á Úlfunum og komu mörkin í upphafi og enda leiksins.

Marouane Chamakh var fljótur að koma Arsenal í 1-0 en hann skallaði inn fyrirgjöf Tomas Rosicky áður en mínúta var liðin. Chamakh innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma.

Liverpool náði ekki að fylgja sigrinum á Chelsea eftir því liðið náði aðeins að taka með sér eitt stig frá Wigan eftir 1-1 jafntefli.

Fernando Torres kom Liverpool í 1-0 eftir sjö mínútur eftir að hafa fengið frábæra sendingu inn fyrir frá Steven Gerrard. Hugo Rodallega jafnaði á leikinn á 52. mínútu þegar hann nýtti sér slæm markvarðarmistök Pepe Reina.

Aston Villa komst þrisvar yfir á móti Blackpool og vann 3-2 sigur. James Collins skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.

Jason Roberts tryggði Blackburn 2-1 útisigur á Newcastle þegar hann skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld:


West Ham United-West Bromwich Albion 2-2

0-1 Peter Odemwingie, víti (39.), 1-1 Scott Parker (43.) 2-1 Frédéric Piquionne (50.), 2-2 Pablo Ibáñez (71.)

Wigan Athletic-Liverpool 1-1

0-1 Fernando Torres (7.), 1-1 Hugo Rodallega (52.)

Wolves-Arsenal 0-2

0-1 Marouane Chamakh (1.), 0-2 Marouane Chamakh (90.+3)

Aston Villa-Blackpool 3-2

1-0 Stewart Downing (28.), 1-1 Marlon Harewood (45.), 2-1 Nathan Delfouneso (60.), 2-2 DJ Campbell (86.), 3-2 James Collins (88.)

Chelsea-Fulham 1-0

1-0 Mickael Essien (30.)

Newcastle United-Blackburn 1-2

0-1 Morten Gamst Pedersen (3.), 1-1 Andrew Carroll (47.), 1-2 Jason Roberts (82.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×