Íslenski boltinn

Guðmundur Steinarsson: 1-0 dugar til að fá þrjú stig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðmundur Steinarsson.
Guðmundur Steinarsson.

„Það gefur þessu alltaf smá extra að vinna nágrannana og sérstaklega á þeirra heimavelli," sagði Guðmundur Steinarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir sigur liðsins á Grindavík í kvöld.

„Okkur gekk erfiðlega á útivelli í fyrra en höfum núna byrjað á tveimur sætum útisigrum og það gefur þessu krydd."

Grindvíkingar voru með varnarleikinn að leiðarljósi í kvöld. „Við sýndum þolinmæði og vissum að við myndum fá færi til að klára þetta. Við fengum þau nokkur en það var þó ekki besta færið sem kláraði leikinn. Varnarleikurinn var frábær hjá okkur," sagði Guðmundur.

„Við höfum fullt hús og enn hreint mark, vissulega vildum við skora fleiri mörk en 1-0 dugar alveg til að fá þrjú stig."

Næsti leikur er gegn Fylki og skrifast sem heimaleikur hjá Keflavík. Hann verður þó á Njarðvíkurvelli þar sem verið er að leggja gras á Keflavíkurvelli. „Það verður sérstök upplifun en við verðum að gíra okkur upp í það. Við höfum verið sterkir á heimavelli undanfarin ár og nú verðum við að gera gryfju í Njarðvík," sagði Guðmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×