Enski boltinn

Advocaat tekur við Rússum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dick Advocaat er næsti landsliðsþjálfari Rússalands.
Dick Advocaat er næsti landsliðsþjálfari Rússalands. Nordic Photos / Getty Images

Hollendingurinn Dick Advocaat verður næsti landsliðsþjálfari Rússlands og tekur hann við starfinu af landa sínum, Guus Hiddink.

Advocaat hætti óvænt sem þjálfari belgíska landsliðsins í síðasta mánuði en fer til Moskvu á morgun og mun þá væntanlega skrifa undir langan samning við rússneska knattspyrnusambandið.

„Verkefni hans verður að koma liðinu á bæði EM 2012 og HM 2014," sagði Sergei Fursenko, forseti sambandsins. „Hann er algjör vinnualki og þekkir vel okkar bestu leikmenn sem er góður kostur."

Advocaat var áður þjálfari Zenit St. Pétursborg og gerði liðið að rússneskum meisturum árið 2007 auk þess sem það vann UEFA-bikarkeppnina undir hans stjórn ári síðar. Hann var svo rekinn frá félaginu í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×