Innlent

Rafmagn að komast á víða

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Landsnet er að ná utan um bilunina þegar rafmagnlaust varð víðsvegar um landið á níunda tímanum í kvöld og er rafmagn að komast á víða um land, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum og Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra sem hafa verið í sambandi við Landsnet og símafyrirtækin.

Rafmagnslaust varð á Norðurland, Austurlandi, Vestfjörðum og Vesturlandi, vegna bilunar sem verð í svokallaðri byggðarlínu við Brennimel í Hvalfirði. Bilunin hafði keðjuverkandi áhrif.

Mikið álag hefur verið hjá Neyðarlínunni og raforkufyrirtækjunum þar sem fólk hefur verið að leita eftir upplýsingum um stöðu mála. Einhver truflun hefur orðið á GSM sambandi en það er smávægilegt og er vararafmagn til staðar verði bilun áframhaldandi.

Vonast er til að rafmagn komist á fljótlega.


Tengdar fréttir

Rafmagnslaust víðsvegar um landið

Rafmagnslaust og truflanir eru víðsvegar um landið. Ástæða þess er alvarleg bilun sem varð í byggðarlínu við Brennimel í Hvalferði. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti eru truflanir vestur og norður fyrir land og að Höfn í Hornafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×