Íslenskur nemi í úrslitum í hönnunarkeppni 16. júlí 2010 15:00 Hrefna Kristín Sigurðardóttir er komin í úrslit í hönnunarkeppni B4BC. Hrefna Kristín Sigurðardóttir er komin í tíu manna úrslit í hönnunarsamkeppni, B4BC (Boarding for Breast Cancer), til styrktar lækningum gegn brjóstakrabbameini. Nú stendur yfir netkosning í umræddri keppni þar sem hægt er að kjósa bolinn sem hún hannaði. Sjá nánar hér. Við höfðum samband við Hrefnu til að forvitnast aðeins um hana en hún býr í Orlando. „Já ég er búin að búa erlendis í þó nokkur ár og er að læra fatahönnun. Ég er lærð frá FIDM „The fashion Institute of Design" í Kaliforníu og núna er ég að klára BFA „Fashion Design and Merchandising" í IADT Orlando, „International Academy of Design and Technology"," útskýrir hún spurð út í námið. „Við fáum alltaf tækifæri í skólanum að taka þátt í tískusýningum og hönnunarkeppnum. Mér fannst B4BC eda Boarding for Breast Cancer skemmtileg keppni og vildi endilega taka þátt fyrir svona gott málefni. Síðan hannaði ég konuna inn í Breast cancer borðann og setti hana á bretti til að tengja B4BC inn í þetta allt saman." „Þetta verður, held ég, í fimm daga eða til tuttugasta og fyrsta. Þá getið þið kosið okkar hönnun og mín er númer #4 og nafnið mitt er undir. Allir þátttakendur hanna þetta í Adobe Illustrator," segir Hrefna.-elly@365.is Kjóstu bolinn hennar Hrefnu hér. Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Hrefna Kristín Sigurðardóttir er komin í tíu manna úrslit í hönnunarsamkeppni, B4BC (Boarding for Breast Cancer), til styrktar lækningum gegn brjóstakrabbameini. Nú stendur yfir netkosning í umræddri keppni þar sem hægt er að kjósa bolinn sem hún hannaði. Sjá nánar hér. Við höfðum samband við Hrefnu til að forvitnast aðeins um hana en hún býr í Orlando. „Já ég er búin að búa erlendis í þó nokkur ár og er að læra fatahönnun. Ég er lærð frá FIDM „The fashion Institute of Design" í Kaliforníu og núna er ég að klára BFA „Fashion Design and Merchandising" í IADT Orlando, „International Academy of Design and Technology"," útskýrir hún spurð út í námið. „Við fáum alltaf tækifæri í skólanum að taka þátt í tískusýningum og hönnunarkeppnum. Mér fannst B4BC eda Boarding for Breast Cancer skemmtileg keppni og vildi endilega taka þátt fyrir svona gott málefni. Síðan hannaði ég konuna inn í Breast cancer borðann og setti hana á bretti til að tengja B4BC inn í þetta allt saman." „Þetta verður, held ég, í fimm daga eða til tuttugasta og fyrsta. Þá getið þið kosið okkar hönnun og mín er númer #4 og nafnið mitt er undir. Allir þátttakendur hanna þetta í Adobe Illustrator," segir Hrefna.-elly@365.is Kjóstu bolinn hennar Hrefnu hér.
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira