Enski boltinn

Draumur að rætast hjá Hernandez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hernandez fagnar marki í leik.
Hernandez fagnar marki í leik. Nordic Photos / AFP

„Allt í einu fæ ég að spila með leikmönnum sem ég þekki bara úr sjónvarpinu og Playstation-tölvuleikjum. Ég er að fá að upplifa drauminn og þakka guði fyrir það.“

Þetta segir Javier Hernandez sem mun formlega ganga til liðs við Manchester United í sumar. Hann var keyptur frá Chivas Guadalajara fyrr í vetur en hann er 21 árs gamall sóknarmaður.

„Ég fékk gæsahúð þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég myndi fá að spila með Manchester United. Þetta er það sem maður dreymir um. Ég þráði að flytja til Evrópu þegar ég var krakki og horfði á mikið af fótbolta í sjónvarpinu.“

„Ég er bara mjög þakklátur þeim sem hjálpuðu mér að ná þessum áfanga,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×