Enski boltinn

Drogba útilokar ekki fernuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Didier Drogba í leik með Chelsea.
Didier Drogba í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, útilokar ekki að Chelsea eigi möguleika á að vinna fjóra titla á leiktíðinni.

Chelsea þyrfti þá að verja Englands- og bikarmeistaratitilinn í vor auk þess að bæta við Meistaradeildar- og deildarbikarameistaratitlunum í safnið.

Leiktíðin hefur byrjað vel hjá Chelsea en liðið hefur unnið alla fimm leiki sína í deildinni til þessa sem og fyrsta leikinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

„Ég held að það væri afar erfitt að afreka það. En af hverju ekki? Ef okkur tækist það yrði tímabilið frábært. Ég held að það verði erfitt að verja titilinn í deildinni, jafnvel þótt að það sé litið á okkur sem eitt af bestu liðum hennar, ásamt Manchester United, Arsenal og Liverpool."

„Tímabilið verður erfitt. En þess vegna erum við hér - við viljum sanna að við erum meistararnir og viljum halda meistaratitlinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×