Íslenski boltinn

Ásgeir Börkur: Tryggvi Guðmundsson er fífl

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fylkismaðurinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson er allt annað en sáttur við Eyjamanninn Tryggva Guðmundsson. Ásgeir sendi Tryggva tóninn í viðtali á fótbolti.net á dögunum og bætti um betur í viðtali við stuðningsmannasíðu Fylkis fyrr í vikunni.

Þá kallaði hann Tryggva fífl.

„Tryggvi Guðmundsson er bara fífl. Það er bara þannig. Hann er bara með dómarann í vasanum allan leikinn og fær að segja það sem hann vill. Svo brýt ég varla af mér og fæ tvö gul spjöld. Svo er ég negldur niður tvisvar sinnum en þeir fá tiltal í bæði skiptin. Bara fáranlegt," segir Ásgeir Börkur meðal annars í viðtalinu.

Viðtalið í heild sinni má annars lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×