Fótbolti

Heilsaði drottningunni á handklæðinu - myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spánverjar fagna marki Puyol.
Spánverjar fagna marki Puyol.

Hetja Spánverja í undanúrslitaleiknum á HM, Carles Puyol, var vandræðalegur er drottning Spánar, Sofia, mætti óvænt í búningsklefa liðsins eftir leikinn gegn Þjóðverjum.

Puyol lá greinilega eitthvað á að fara í sturtu og var eini leikmaður liðsins með Dubbel dusch í hárinu er drottningin birtist óvænt.

Hann var fljótur til og stökk fram til þess að heilsa drottningunni á handklæðinu einum fata.

Það leyndi sér ekki að honum fannst það mjög óþægilegt og má sjá það á myndbandinu hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×