Enski boltinn

Buffon sér ekki eftir að hafa sagt nei við City

Gianluigi Buffon markvörður Juventus, sem oft hefur verið titlaður sem besti markvörður í heimi, sér ekki eftir þeirri ákvörðun að segja nei við skiptum til Manchester City.

„Þeir eru búnir að kaupa marga frábæra leikmenn í sumar en þeir eru ekki með einn varnarmann sem kæmist í Juventus, Real Madrid, Barcelona eða Manchester United. Bestu liðin eru byggð upp á varnarleik og það kemur mér mjög á óvart að þeir skuli ekki gera það, sérstaklega þar sem þeir eru með ítalskan þjálfara," segir Buffon.

„Í hvert skipti sem ég hef unnið til verðlauna þá hef ég haft frábæra varnarmenn fyrir framan mig eins og Alessandro Nesta og Fabio Cannavaro. Án þess að hafa varnarmenn í þessum gæðaflokki þá hefði ég aldrei unnið til allra þessara verðlauna."

Buffon telur að ef City bæti við varnarlínuna þá gætu þeir orðið stórliði. „Þeir eru með marga gæðaleikmenn og ef þeir fá sér alvöru varnarmenn, þá gætu þeir gert stóra hluti."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×