Enski boltinn

Ancelotti spenntur fyrir Torres

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres í leik með Liverpool.
Fernando Torres í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hann væri spenntur fyrir því að fá Fernando Torres til liðs við félagið.

Mikið hefur verið fjallað um framtíð Torres hjá Liverpool eftir að félaginu mistókst að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð.

Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sagði í vikunni að hann myndi fagna því að fá tækifæri til að spila með Torres.

„Það er ekki bara Drogba - ég væri sjálfur mikið til í að fá að spila með Torres. Hann er mjög góður leikmaður,“ sagði Ancelotti við enska fjölmiðla.

„En það þýðir ekkert að ræða þetta frekar eins og er. Hann er leikmaður Liverpool og mjög góður framherji. En við erum með tvo mjög góða framherja nú þegar hjá félaginu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×