Enski boltinn

Wilshere framlengir við Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal.
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Jack Wilshere hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við Arsenal en þessi stórefnilegi leikmaður er aðeins átján ára gamall.

Wilshere hefur verið í herbúðum Arsenal síðan hann var níu ára gamall og lék sinn fyrsta leik með aðalliði félagsins þegar hann var aðeins sextán ára gamall.

Hann var í láni hjá Bolton á stórum hluta síðasta tímabils en hefur fest sig í sessi í byrjunarliði Arsenal í haust.

„Það skiptir mig öllu máli að mér var boðinn nýr samningur við Arsenal," sagði hann á heimasíðu félagsins.

Wilshere lék sinn fyrsta leik með enska landsliðinu í ágúst síðastliðnum er hann kom inn á sem varamaður í leik Englands og Ungverjalands.

Eins og ávallt hjá Arsenal er ekki gefið upp hversu langur samningur leikmannsins er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×