Enski boltinn

Hodgson: Það er enn mikil vinna framundan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Roy Hodgson var vitanlega ánægður með sigur sinna manna í Liverpool gegn Bolton í gær en segir að enn sé mikil vinna framundan hjá liðinu.

Liverpool vann 1-0 sigur á Bolton í gær en það var annar sigur liðsins í deildinni í röð. Með sigrinum fór liðið úr fallsæti og upp í miðja deild.

„Þetta er verkefni sem mun taka lengri tíma en þetta," sagði Hodgson eftir leikinn. „Við þurfum að halda áfram að byggja liðið upp á ný."

„En það er gott að það skuli vera ljósarglæta við enda ganganna og að ég geti sinnt þessari vinnu í þægilegu andrúmslofti," bætti hann við.

„Það var mikil seigla í þessu hjá okkur og ég vona að við getum notan þenna sigur sem stökkpall fyrir okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×