Enski boltinn

25 stig dregin af Dundee

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dens Park, heimavöllur Dundee.
Dens Park, heimavöllur Dundee. Nordic Photos / Getty Images
Skoska knattspyrnusambandið hefur dregið 25 stig af B-deildarliðinu Dundee FC eftir að félagið fór í greiðslustöðvun.

Félagið má þar að auki ekki kaupa neina nýja leikmenn fyrr en það hefur greitt úr sínum fjármálum.

Þetta þýðir að Dundee er nú með mínus ellefu stig og 20 stigum á eftir næsta liði. Það er þó nóg eftir af tímabilinu eða 25 leikir.

Forráðamenn félagsins eru allt annað en ánægður með þetta og finnst þetta var afar ósanngjörn refsing.

Félagið var sett í greiðslustöðvun eftir að það gat ekki greitt reikning frá skattayfirvöldum upp á 75 milljónir króna.

Stjórn skoska knattspyrnusambandsins mun endurskoða refsinguna þann 31. mars næstkomadni ef félagið verður enn í greiðslustöðvun þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×