Enski boltinn

Gerrard: Tek á mig jafnteflið gegn Wigan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard í leiknum í gær.
Gerrard í leiknum í gær.

Steven Gerrard, leikmaður Liverpool, segir að það sé að hluta til sér að kenna að Liverpool sá á bak tveimur stigum gegn Wigan í gær.

Misheppnað spil Gerrard og Konchesky átti sinn þátt í að Wigan jafnaði leikinn. Gerrard segir að hann hefði líka átt að skora síðar í leiknum er hann fékk kjörið tækifæri.

"Ég átti ekki von á að þeir myndu skora er spil okkar Konchesky misheppnaðist. Ég verð samt að taka á mig ábyrgðina. Ég hefði síðan átt að skora og þar sem ég gerði það ekki getur fólk kennt mér að hluta til um þessi úrslit," sagði Gerrard.

"Fyrir utan það er ég mjög kátur með formið sem ég er í þessa dagana."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×