Fótbolti

Spænska landsliðið fær yfir 100 milljónir í sigurlaun á mann

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sergio Ramos á von á vænum bónusgreiðslum.
Sergio Ramos á von á vænum bónusgreiðslum. AFP
Hver leikmaður spænska landsliðsins fær um 94 milljónir íslenskra króna í bónus frá spænska knattspyrnusambandinu. Frá þessu var gengið fyrir HM og nemur uppbæðin bónusnum fyrir sigur.

Auk þess skipta leikmenn ríflega helmingi af þeim 30 milljónum dollara sem spænska sambandið fær fyrir að vinna mótið.

30 milljónir dollara eru um 3,7 milljarðar íslenskra króna og fá leikmenn spænska liðsins fá því heldur betur laun erfiðisins.

Hollenska knattspyrnusambandið lofaði sínum leikmönnum 300 þúsund evrum, helmingi lægri upphæð en Spánverjum.

FIFA greiðir svo út verðlaunafé en skiptingu þess má sjá hér fyrir neðan.

1. sæti: 30 milljónir dollara

2. sæti: 24 milljónir dollara

3. sæti: 20 milljónir dollara

4. sæti: 18 milljónir dollara

Fjögur lið sem tapa í 8-liða úrslitunum: 14 milljónir hvert.

Átta lið sem detta út í 16-liða úrslitunum: 9 milljónir hvert.

Sextán lið sem komast ekki upp úr riðlakeppninni: 8 milljónir hvert.

Öll liðin fengu 1 milljón í undirbúningskostnað.

Auk þess borgaði FIFA nú í fyrsta skipti 40 milljónir dollara í sjóð til félaga. Hann verður notaður til að borga skaðabætur til félaga ef leikmenn meiðast með landsliðinu.

Enska knattspyrnusambandið þurfti til að mynda að borga Newcastle skaðabætur árið 2006 þegar Michael owen meiddist í landsleik. Þessi sjóður fer nú í að hjálpa knattspyrnusamböndum að borga slíkar skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×