Fótbolti

Robben: Ég hefði átt að skora

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollendingurinn Arjen Robben var svekktur út í sjálfan sig eftir úrslitaleikinn á HM í gær. Hann fékk þá algjört dauðafæri en skaut boltanum í fótinn á Iker Casillas, markverði Spánar.

"Venjulega hefði ég skorað úr svona stöðu. Ég hef engar afsakanir. Casillas lokaði markinu vel og ég held ég hafi skotið í stóru tána hans. Venjulega hefði þetta skot farið inn," sagði Robben svekktur sem fékk annað færi er hann stakk Carles Puyol af.

Spánverjinn virtist brjóta á honum en Robben stóð aldrei þessu vant i fæturnarog Casillas náði svo að loka á hann.

"Puyol braut augljóslega á mér. Hann hefði átt að fá annað gult spjald og þar með rautt. Ég vildi ekki detta því ég hugsaði bara um að skora."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×