Enski boltinn

Macheda: Rooney er svolítill dóni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Federico Macheda og Wayne Rooney.
Federico Macheda og Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Federico Macheda var fenginn til þess að tjá sig um Wayne Rooney, liðsfélaga sinn hjá Manchester United, i viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport en Macheda er nú staddur á Ítalíu þar sem hann mun spila með 21 árs liðinu.

„Rooney er frábær persóna og hann gefur mér alltaf góð ráð. Hann er hinsvegar svolítill dóni og verkmannalegur í framkomu," sagði Federico Macheda við ítalska blaðamanninn á Gazzetta dello Sport.

Macheda talaði einnig um möguleikann á því að hann fari á láni til ítalska liðsins Lazio.

„Ég vil bæta mig í Manchester og ætla ekki að taka neinar stórar ákvarðanir fyrr en ég búinn að ná meiri þroska. Það er ánægjulegt að heyra orðróminn um Lazio en ég held að ég fari samt ekki," sagði þessi 19 ára framherji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×