Enski boltinn

Ferguson hefur aldrei séð Bebe spila

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Sir Alex Ferguson viðurkennir að hann hafi aldrei séð nýjasta sóknarmanninn sinn, Bebe, spila. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kaupir leikmann án þess að sjá leik með honum.

Bebe kostaði United um 7 milljónir punda. Hann kemur úr þriðju deildinni í Portúgal en reyndar var hann kominn til Úrvalsdeildarliðsins Vitoria Guimaraes þar sem hann var þó aðeins í fimm vikur.

"Ég horfði aldrei á leik með honum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég geri það, yfirleitt sér maður mikið af efni á myndbandsupptökum með leikmönnum. En njósnaradeildin okkar er mjög góð og stundum þarf maður að fylgja innsæinu," sagði Ferguson.

"Njósnarinn okkar í Portúgal var ákveðinn í því að við þyrftum að gera eitthvað strax," sagði stjórinn.

Á blaðamannafundinum var Bebe spurður um helstu kosti sína sem leikmaður. "Ég er fljótur, ég get sparkað boltanum og ég skora mörg mörk."

Ekki flókin íþrótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×