Samir Nasri verður frá keppni í mánuð. Þetta er áfall fyrir Arsenal en hann byrjaði leikinn gegn Liverpool um síðustu helgi.
Nasri þurfti að fara meiddur af velli en hinn 23 ára gamli Frakki missti af fyrri helmingi síðasta tímabils eftir að hafa fótbrotnað.
Nasri fór í aðgerð í gær á hné og verður í fjórar vikur að ná sér.

