Enski boltinn

Eiður Smári aftur á óskalista Fulham

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Eiður Smári Guðjohnsen er kominn aftur á óskalista Fulham. Hann gleymdist um stund eftir að Craig Bellamy var á lausu.

Mark Hughes er sagður vera mikill aðdáandi Eiðs sem var ekki í leikmannahópi Monaco í gær.

Hermt er að Eiður vilji fara aftur til London eins og reyndar þekkt er. Hann var í láni hjá Tottenham á síðasta tímabili.

Talið er að Hughes vilji fá Eið lánaðan frá Monaco allt tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×