Enski boltinn

Wenger: Getum hætt að hugsa um titilinn - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

„Það er of mikið sem þarf að gerast til að við verðum meistarar. Það er mjög ólíklegt að við vinnum titilinn," sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir tapið gegn Tottenham.

„Ef þú ætlar að vinna titilinn máttu ekki tapa leikjum eins og þessum. Stig hefði ekki einu sinni verið nægilega gott. En við höldum áfram að berjast, það getur ýmislegt gerst."

„Við höfum verið óheppnir á lokasprettinum. Margir sterkir leikmenn hafa meiðst og það er meira en við gátum höndlað."

Eins og alltaf er hægt að sjá svipmyndir úr öllum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar á Vísi. Hægt er að sjá það helsta úr leik Tottenham og Arsenal, þar á meðal glæsimark Danny Rose. Smelltu hér til að horfa á svipmyndirnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×