Saka Hjálmar um langvarandi tregðu við upplýsingagjöf 27. apríl 2010 21:43 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Fjórmenningarnir í stjórn Blaðamannafélags Íslands sem neituðu að skrifa undir reikninga félagsins á stjórnarfundi í gær hafa sent frá sér yfirlýsingu sem birt er á vef BÍ. Þar segir meðal annars að ástæða þess að þau hafi ekki viljað undirrita reikningana hafi verið langvarandi tregða Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra til að veita stjórninni upplýsingar um rekstur félagsins. Fjórmenningarnir, en þar á meðal eru formaður og varaformaður félagsins, vísa til bókunar á stjórnarfundi í febrúar síðastliðnum þar sem meðal annars farið var þess á leit við Hjálmar að hann kæmi með upplýsingar um laun og hlunnindi þeirra sem hafa verið í starfi fyrir félagið og sjóði þess undanfarin tvö ár. Þá var á sama fundi óskað eftir því að framkvæmdastjóri skilaði stjórninni ítarlegri greinargerð um öll störf sín fyrir félagið, til dæmis um vinnuframlag, einstaka verkþætti og vægi þeirra í hans starfi. Rýr svör framkvæmdastjóra „Skemmst er frá því að segja að svör framkvæmdastjórans hafa verið rýr og engin þeirra gagna sem óskað var eftir hafa skilað sér. Að auki hafa stjórnarmenn oftsinnis óskað annarra upplýsinga um rekstur og fjármál félagsins en ekki fengið." Þá er þess getið að stjórnin hafi séð ársreikning félagsins fyrst á fundinum í gær. „Þar með talið formaður, varaformaður og gjaldkeri. Árseikningurinn var lagður fram í þremur útprentuðunum eintökum og framkvæmdastjórinn neitaði að fjölrita eintök handa stjórnarmönnum á fundinum." „Við hörmum þá stöðu sem uppi er í félaginu en áréttum þá afstöðu sem við höfum ítrekað lýst á stjórnarfundum, að fara eigi að félagslögum og að allt sem varðar reksturinn skuli vera uppi á borðum og stjórninni aðgengilegt. Framkvæmdastjórinn einn hefur alla þræði er varða daglegan rekstur og fjármál félagsins í hendi sér, en skal lúta eftirliti stjórnar," segja stjórnarmennirnir ennfremur og bæta við að lokum: „Við teljum framgöngu hans undanfarna mánuði hafa gert okkur ókleift að rækja eftirlitsskyldur okkar og því gripum við til þess óyndisúrræðis að undirrita ekki reikninga félagsins í gær." Hér má einnig sjá fundargerð stjórnar frá því í febrúar. Tengdar fréttir Átökin harðna enn frekar innan Blaðamannafélagsins Átökin innan Blaðamannafélagsins halda áfram en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjórir stjórnarmenn innan Blaðamannafélagsins, þar á meðal formaður og varaformaður þess, hafi neitað að undirrita reikninga félagsins sem lagðir voru fyrir stjórnina í gærkvöldi. 27. apríl 2010 15:08 Formaður BÍ: Mótframboð kom á óvart „Ég verð að viðurkenna að þetta framboð kom mér þó á óvart,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, en henni hefur borist mótframboð í formannsembættið frá framkvæmdarstjóra félagsins, Hjálmari Jónssyni. 23. apríl 2010 11:09 Framkvæmdastjóri BÍ hafnar gagnrýni á reikninga félagsins Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri Blaðmannafélags Íslands, segir að ákvörðun sín um framboð hafi nú dregið þann dilk á eftir sér að reynt hafi verið að þyrla upp moldviðri um reikninga félagsins. Hann segist hafa tekið ákvörðun um formannsframboð þegar ljóst var að ekkert mótframboð bærist gegn sitjandi formanni, þrátt fyrir kraumandi óánægju innan félagsins eins og hann orðar það. 27. apríl 2010 16:46 Formannsslagur BÍ: Gefur kost á sér vegna óánægju „Það hefur verið ágreiningur á milli mín og formannsins um starfsaðferðir og stefnumörkun,“ segir Hjálmar Jónsson, framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands en hann hefur gefið kost á sér í formannsembætti félagsins. 23. apríl 2010 09:44 Meirihluti stjórnar BÍ neitaði að skrifa undir reikninga Á stjórnarfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í kvöld neitaði meirihluti stjórnarinnar að undirrita ársreikning félagsins. Fjórir stjórnarmenn af sjö neituðu að skrifa undir, þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formaður félagsins, Sólveig Bergmann, Svavar Halldórsson og Elva Björk Sverrisdóttir varaformaður. 26. apríl 2010 21:15 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Sjá meira
Fjórmenningarnir í stjórn Blaðamannafélags Íslands sem neituðu að skrifa undir reikninga félagsins á stjórnarfundi í gær hafa sent frá sér yfirlýsingu sem birt er á vef BÍ. Þar segir meðal annars að ástæða þess að þau hafi ekki viljað undirrita reikningana hafi verið langvarandi tregða Hjálmars Jónssonar framkvæmdastjóra til að veita stjórninni upplýsingar um rekstur félagsins. Fjórmenningarnir, en þar á meðal eru formaður og varaformaður félagsins, vísa til bókunar á stjórnarfundi í febrúar síðastliðnum þar sem meðal annars farið var þess á leit við Hjálmar að hann kæmi með upplýsingar um laun og hlunnindi þeirra sem hafa verið í starfi fyrir félagið og sjóði þess undanfarin tvö ár. Þá var á sama fundi óskað eftir því að framkvæmdastjóri skilaði stjórninni ítarlegri greinargerð um öll störf sín fyrir félagið, til dæmis um vinnuframlag, einstaka verkþætti og vægi þeirra í hans starfi. Rýr svör framkvæmdastjóra „Skemmst er frá því að segja að svör framkvæmdastjórans hafa verið rýr og engin þeirra gagna sem óskað var eftir hafa skilað sér. Að auki hafa stjórnarmenn oftsinnis óskað annarra upplýsinga um rekstur og fjármál félagsins en ekki fengið." Þá er þess getið að stjórnin hafi séð ársreikning félagsins fyrst á fundinum í gær. „Þar með talið formaður, varaformaður og gjaldkeri. Árseikningurinn var lagður fram í þremur útprentuðunum eintökum og framkvæmdastjórinn neitaði að fjölrita eintök handa stjórnarmönnum á fundinum." „Við hörmum þá stöðu sem uppi er í félaginu en áréttum þá afstöðu sem við höfum ítrekað lýst á stjórnarfundum, að fara eigi að félagslögum og að allt sem varðar reksturinn skuli vera uppi á borðum og stjórninni aðgengilegt. Framkvæmdastjórinn einn hefur alla þræði er varða daglegan rekstur og fjármál félagsins í hendi sér, en skal lúta eftirliti stjórnar," segja stjórnarmennirnir ennfremur og bæta við að lokum: „Við teljum framgöngu hans undanfarna mánuði hafa gert okkur ókleift að rækja eftirlitsskyldur okkar og því gripum við til þess óyndisúrræðis að undirrita ekki reikninga félagsins í gær." Hér má einnig sjá fundargerð stjórnar frá því í febrúar.
Tengdar fréttir Átökin harðna enn frekar innan Blaðamannafélagsins Átökin innan Blaðamannafélagsins halda áfram en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjórir stjórnarmenn innan Blaðamannafélagsins, þar á meðal formaður og varaformaður þess, hafi neitað að undirrita reikninga félagsins sem lagðir voru fyrir stjórnina í gærkvöldi. 27. apríl 2010 15:08 Formaður BÍ: Mótframboð kom á óvart „Ég verð að viðurkenna að þetta framboð kom mér þó á óvart,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, en henni hefur borist mótframboð í formannsembættið frá framkvæmdarstjóra félagsins, Hjálmari Jónssyni. 23. apríl 2010 11:09 Framkvæmdastjóri BÍ hafnar gagnrýni á reikninga félagsins Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri Blaðmannafélags Íslands, segir að ákvörðun sín um framboð hafi nú dregið þann dilk á eftir sér að reynt hafi verið að þyrla upp moldviðri um reikninga félagsins. Hann segist hafa tekið ákvörðun um formannsframboð þegar ljóst var að ekkert mótframboð bærist gegn sitjandi formanni, þrátt fyrir kraumandi óánægju innan félagsins eins og hann orðar það. 27. apríl 2010 16:46 Formannsslagur BÍ: Gefur kost á sér vegna óánægju „Það hefur verið ágreiningur á milli mín og formannsins um starfsaðferðir og stefnumörkun,“ segir Hjálmar Jónsson, framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands en hann hefur gefið kost á sér í formannsembætti félagsins. 23. apríl 2010 09:44 Meirihluti stjórnar BÍ neitaði að skrifa undir reikninga Á stjórnarfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í kvöld neitaði meirihluti stjórnarinnar að undirrita ársreikning félagsins. Fjórir stjórnarmenn af sjö neituðu að skrifa undir, þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formaður félagsins, Sólveig Bergmann, Svavar Halldórsson og Elva Björk Sverrisdóttir varaformaður. 26. apríl 2010 21:15 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Sjá meira
Átökin harðna enn frekar innan Blaðamannafélagsins Átökin innan Blaðamannafélagsins halda áfram en Vísir greindi frá því í gærkvöldi að fjórir stjórnarmenn innan Blaðamannafélagsins, þar á meðal formaður og varaformaður þess, hafi neitað að undirrita reikninga félagsins sem lagðir voru fyrir stjórnina í gærkvöldi. 27. apríl 2010 15:08
Formaður BÍ: Mótframboð kom á óvart „Ég verð að viðurkenna að þetta framboð kom mér þó á óvart,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, en henni hefur borist mótframboð í formannsembættið frá framkvæmdarstjóra félagsins, Hjálmari Jónssyni. 23. apríl 2010 11:09
Framkvæmdastjóri BÍ hafnar gagnrýni á reikninga félagsins Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri Blaðmannafélags Íslands, segir að ákvörðun sín um framboð hafi nú dregið þann dilk á eftir sér að reynt hafi verið að þyrla upp moldviðri um reikninga félagsins. Hann segist hafa tekið ákvörðun um formannsframboð þegar ljóst var að ekkert mótframboð bærist gegn sitjandi formanni, þrátt fyrir kraumandi óánægju innan félagsins eins og hann orðar það. 27. apríl 2010 16:46
Formannsslagur BÍ: Gefur kost á sér vegna óánægju „Það hefur verið ágreiningur á milli mín og formannsins um starfsaðferðir og stefnumörkun,“ segir Hjálmar Jónsson, framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands en hann hefur gefið kost á sér í formannsembætti félagsins. 23. apríl 2010 09:44
Meirihluti stjórnar BÍ neitaði að skrifa undir reikninga Á stjórnarfundi Blaðamannafélags Íslands sem haldinn var í kvöld neitaði meirihluti stjórnarinnar að undirrita ársreikning félagsins. Fjórir stjórnarmenn af sjö neituðu að skrifa undir, þau Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formaður félagsins, Sólveig Bergmann, Svavar Halldórsson og Elva Björk Sverrisdóttir varaformaður. 26. apríl 2010 21:15