Enski boltinn

Bramble handtekinn - grunaður um nauðgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Titus Bramble í leik með Sunderland.
Titus Bramble í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Titus Bramble, leikmaður Sunderland í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið handtekinn og er hann grunaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í Newcastle.

Bramble var handtekinn í morgun ásamt öðru manni á Vermont-hótelinu í Newcastle og færðir til yfirheyrslu. Kona á þrítugsaldri mun hafa tilkynnt lögreglu um meintan verknað.

Enginn hjá Sunderland hefur enn tjáð sig um málið en þangað fór Bramble í sumar frá Wigan. Bramble, sem er varnarmaður, hefur áður spilað með Newcastle og Ipswich.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×