Enski boltinn

Chamakh: Get orðið einn af þeim bestu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Marouane Chamakh, leikmaður Arsenal, telur að hann geti orðið einn af bestu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar.

Chamakh kom í sumar til Arsenal frá Bordeaux í Frakklandi og hefur staðið sig vel. Hann hefur skorað tíu mörk í öllum keppnum með félaginu í haust.

Hann stefnir að því að standa sig eins vel og þeir Wayne Rooney og Didier Drogba hafa gert í ensku úrvalsdeildinni.

„Mér finnst ég ekki minni maður en þeir og ég hef lagt mikið á mig til að komast á þann stað sem ég er á núna," sagði Chamakh við enska fjölmiðla í dag.

„Ég veit að ég hef það sem þarf til og með mikilli vinnu get ég bætt mig enn meira. Ég er ekki á sama stalli og þessir leikmenn en ég mun komast á hann einn daginn - ef ég held einbeitingu minni og held áfram að leggja mikið á mig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×