Enski boltinn

Ramsey svarar ekki símtölum Shawcross

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ramsey liggur sárþjáður eftir tæklinguna frá Shawcross.
Ramsey liggur sárþjáður eftir tæklinguna frá Shawcross.

Ryan Shawcross, varnarmaður Stoke, hefur enn ekki talað við Aaron Ramsey hjá Arsenal eftir tæklinguna sem varð til þess að Ramsey fótbrotnaði.

Shawcross hefur reynt að biðja Ramsey afsökunar en án árangurs. Shawcross fékk þriggja leikja bann en Ramsey getur hinsvegar ekki leikið fyrr en á næsta tímabili.

„Ég hef reynt að ná í hann. Ég hef hringt í hann og skilið eftir skilaboð og einnig sent honum textaskilaboð. Ég hef ekkert fengið til baka en það er allt í hans höndum," segir Shawcross.

„Mun ég hitta hann? Það gæti gerst í framtíðinni en Aaron ræður hvort af því verði." Shawcross fór grátandi af velli eftir atvikið en hann segist ekki ætla að breyta sínum leikstíl þrátt fyrir það sem gerðist.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×