Enski boltinn

Vill að Boro tapi svo hún komist í sumarfrí

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gary O'Neil í leik með Boro.
Gary O'Neil í leik með Boro.

„Sumarfrí bráðum... vinsamlegast haldið áfram að tapa, ekkert umspil," skrifaði Donna O'Neil, eiginkona Gary O'Neil hjá Middlesbrough á Facebook síðu sína eftir að liðið tapaði fyrir Cardiff.

Ensku blöðin komust í málið svo umboðsmaður leikmannsins gaf frá sér yfirlýsingu og sagði þessi skrif Donnu aðeins létt grín. „Þetta var bara brandari á netsíðu. Það átti ekki að taka þessu alvarlega. Gary er ákveðinn í að berjast fyrir Middlesbrough," sagði í yfirlýsingunni.

Gary O'Neil er væntanlega ekki sáttur við að mál hafi verið gert úr þessu enda hefur hann lagt sig allan fram fyrir Middlesbrough í vetur.

Liðið er sem stendur í ellefta sæti ensku 1. deildarinnar, sex stigum frá umspili um laust sæti í úrvalsdeildinni. Það hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum svo Donna gæti fengið ósk sína uppfyllta og farið bráðlega með eiginmanninum í sólina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×