Enski boltinn

Íslendingarnir greiddu brjálæðisleg laun sem knésetti félagið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David Sullivan ætlar að taka til hendinni hjá West Ham.
David Sullivan ætlar að taka til hendinni hjá West Ham.

Þeir David Sullivan og David Gold tóku í dag við stjórnartaumunum hjá West Ham er þeir keyptu 50 prósent hlut í félaginu. Þeir félagar áttu Birmingham City hér áður.

Davidarnir hafa gefið það út að Gianfranco Zola verði áfram stjóri hjá félaginu en þeir ku vera ánægðir með hans störf.

Þeir eru þó ekki eins hrifnir af stjórnarháttum Íslendinganna sem áttu félagið og munu birta öll gögn sem eiga að sýna hversu illa félagið var rekið.

„Við munum vera heiðarlegir við stuðningsmennina varðandi bókhald félagsins, ójafnvægið í leikmannahópnum og þau brjálæðislegu laun sem Íslendingarnir voru að greiða en þessi laun knésettu félagið," sagði Sullivan í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×