Breska slúðurblaðið The Sun greinir frá því í dag að eigendur Man. Utd, Glazer-fjölskyldan, séu svo illa staddir að hún hafi beðið leikmenn um að styrkja félagið á þessum síðustu og verstu.
Glazer-fjölskyldan hefur skuldsett enska félagið allsvakalega og leitar nú allra leiða til þess að grynnka á skuldunum sem eru að sliga félagið.
Nú hefur komið í ljós, að því er The Sun, segir að meðal annars hafi verið rætt við leikmenn og starfsmenn félagsins um að taka þátt í þessum aðhaldsaðgerðum.
Þessi óvenjulega bón er sögð hafa komið afar flatt upp á leikmenn liðsins sem viti í raun ekki hvað þeir eigi að gera.