Enski boltinn

Baulað á Palacios

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Wilson Palacios er ekki vinsælasti leikmaðurinn í liði Tottenham en stuðningsmenn félagsins gerðu sér lítið fyrir og bauluðu á hann í leiknum gegn Liverpool um síðustu helgi.

Palacios kom frá Wigan í janúar árið 2009 og byrjaði þá mjög vel hjá félaginu. Spilamennska hans síðustu misserin hefur ekki verið upp á marga fiska og stuðningsmennirnir eru að gefast upp á honum.

"Wilson fann sig ekki alveg um tíma á sunnudag og var svolítið í því að gefa boltann frá sér. Sjálfstraustið fór hjá honum um leið. Hann sýndi samt karakter í síðari hálfleik. Vandamál hans er samt sjálfstraustið," sagði Harry Redknapp, stjóri Spurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×