Erlent

Kúba á barmi gjaldþrots

Frá Kúbu.
Frá Kúbu.

Kommúnistaríkið Kúba er á barmi gjaldþrots samkvæmt leyniskjölum bandrískra sendiráða sem Wikileaks hefur lekið út að undanförnu.

Um er að ræða heimildir diplómata á Ítalíu um að Kúba gæti orðið gjaldþrota og jafnvel á næsta ári.

Talið er að Kúba gæti farið í þrot á næstu 2 til 3 árum. Skjalið lak út í gær en það er tímasett í febrúar á þessu ári.

Upplýsingarnar um bága stöðu ríkisins komu fram í morgunverðarboði sem hagsmunaaðilar Bandaríkjamanna í Havana stóðu fyrir.

Þeim sem var boðið voru helstu ríki sem versla við Kúbu sem eru Kína, Spánn, Kanada, Brasilía og Ítalía. Þá voru fulltrúar Frakka og Japana einnig viðstaddir fundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×