Enski boltinn

Hodgson: Jovanovic enn leikmaður Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, gefur lítið fyrir þær sögusagnir að félagið ætli sér að selja Milan Jovanovic þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Jovanovic kom í sumar til Liverpool en enskir fjölmiðlar fullyrtu um helgina að hann hafi verið settur á sölulista. Jovanovic kom án greiðslu frá Standard Liege í Belgíu en hefur ekki náð að festa sig í sessi í liði Liverpool.

Hann hefur helst verið orðaður við félög í Þýskalandi og Tyrklandi en Hodgson segir að aðeins komi til greina að selja Jovanovic fyrir ásættanlegt verð.

„Ég veit ekki betur en að Jovanovic sé enn leikmaður Liverpool og verði það áfram þar til annað verður ákveðið eða við fáum tilboð sem við getum ekki hafnað," sagði Hodgson við enska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×