Fótbolti

Gerrard búinn að sanna sig sem framtíðarfyrirliði Englands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard og Jermain Defoe.
Steven Gerrard og Jermain Defoe. Mynd/AP
Samkvæmt heimildum The Guardian er Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, að íhuga það að gera Steven Gerrard að framtíðarfyrirliða enska liðsins. Gerrard hefur verið að leysa Rio Ferdinand af en fyrirliði Liverpool hefur staðið sig frábærlega sem leiðtogi enska liðsins.

Rio Ferdinand tók við fyrirliðabandinu af John Terry í febrúar þegar Capello varð að taka bandið af fyrirliða Chelsea eftir vandræði utan vallar en Ferdinand meiddist síðan rétt fyrir HM og missti af keppnini. Rio Ferdinand hefur sagt að hann vonist eftir að fá fyrirliðabandið þegar hann snýr aftur en það er langt frá því að vera öruggt.

Fabio Capello er mjög ánægður með hvernig Steven Gerrard hefur haldið á málum að undanförnu en hans beið ekki létt verk að leiða enska liðið út úr ógöngununum frá því á HM í Suður-Afríku í sumar.

Englendingar hafa fengið 6 stig og skorða 7 mörk í fyrstu tveimur leikjum undankeppninnar og eru á góðri leið inn á næstu úrslitakeppni EM með Steven Gerrard í fararbroddi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×