Fótbolti

Tevez telur líklegast að hann hætti í landsliðinu fyrir HM 2014

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez í leik með Argentínu á móti Spáni.
Carlos Tevez í leik með Argentínu á móti Spáni. Mynd/AP
Carlos Tevez, framherji Manchester City og Argentínu, er farinn að íhuga það að leggja landsliðsskónna á hilluna á næstu árum. Hann segir líkamann sinn ekki þola það álag að vera líka að spila með landsliðinu.

Tevez er aðeins 26 ára gamall en segir að allt þetta leikjaálag sé farið að taka sinn toll. „Ég er þreyttur og það þótt sé bara 26 ára gamall," sagði Tevez eftir 4-1 sigur á heimsmeisturum Spánar þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö.

„Ég hef ennþá áhuga á að spila með landsliðinu en ég veit ekki hvort ég endist til ársins 2014. Ég held að það gæti reynst mér erfitt," sagði Tevez en það er talið víst að hann verði með í Suður-Ameríkukeppninni næsta sumar en hún fer einmitt fram í Argentínu.

„Ef þú ætlar að vera í landsliðinu þá þarftu að leggja þig hundrað prósent fram og gefa allt þitt í leikina. Ég er ekki að kenna neinum um hvernig þessu er háttað í dag en það er ljóst að þú getur aldrei spilað með landsliðinu á 60 prósent hraða," sagði Tevez sem hefur skoraði 12 mörk í 58 landsleikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×